Lóðir lausar til úthlutunar

Hér fyrir neðan má sjá lóðir sem lausar eru til umsókna í Brautarholti og Árnesi. Í Brautarholti er leikskóli sveitarfélagsins og Skeiðalaug þar sem eru að klárast miklar endurbætur og er þar SPA aðstaða og líkamsrækt. Brautarholt er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi og í alfaraleið við Skeiða- og Hrunamannaveg. Í úthlutun eru lóðir við nýja götu, Vallarbraut sem verður tilbúin til afhendingar 1. júní 2024 ásamt tveimur raðhúsalóðum við Holtabraut og tveimur atvinnulóðum við Holtstagl.

 

 

Brautarholt á Skeiðum

 

Hægt er að senda umsóknir um lóðir á umsóknareyðublaði hér fyrir neðan. Úthlutun lóða þarf að staðfesta á sveitarstjórnarfundi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Verði fleiri en ein umsókn umóð verður dregið í samræmi við reglur um lóðaúthlutun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Á lóðunum Holtabraut 21a-c, 23 a-c og 37,39 og 41 er langt niður á fast og er veittur 75% afsláttur af gatnagerðargjöldunum. Útreikningur gjalda miðast við afslátt.

Reynist vera óverulegt misræmi á milli deiliskipulags og lóðarblaða er varðar legu eða stærð lóðar þá gilda lóðablöðin umfram deiliskipulagið.