Sorpmál

 

Sorphirðudagatal 2024

Allt um lífræna sorpið og Jarðgerði má finna hér

 

Opnunartímar gámasvæðis í Árnesi:

Dagur Opnunartími
Miðvikudagar 14:00 - 17:00
Laugardagar 12:00 - 15:00  
  • Dýragámar eru á tveimur stöðum: Fyrir ofan minnkahúsin við Mön og við Heiðarhúsbala rétt austan við Brautarholt.
  • Fatagámar Rauða krossins eru tveir, staðsettir við grendargámana í Árnesi og við sundlaugina í Brautarholti

 

  • Starfsmaður áhaldahúss er Björn Axel Guðbjörnsson. Sími í áhaldahúsi er 486-6118 eða hjá honum beint: 893-4426

Gjaldskrá á gámasvæðinu

Eftir breytingar á lögum um sorp, sem tóku gildi 1. janúar 2023 er tekið móttökugjald fyrir allt sorp sem komið er með á gámasvæði sveitarfélagsins (að undanskyldu flokkuðu plasti, pappír, pappa og brotajárn). Gjaldtaka á móttökustað miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. 

Um gjaldskyldu og flokka úrgangs gildir gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Skeiða og Gnúpverjahrepp. 

Móttökugjald á 1/4 m3 af óflokkuðum úrgangi er 4.600 kr.
Móttökugjald á 1/4 m3 af grófum úrgangi er 4.600 kr.
Móttökugjald á 1/4 m3  af lituðu timbri er 3.500 kr
Móttökugjald á 1/4 m3  af ólituðu timbri er 2.500 kr
Móttökugjald á 1/4 m3  af gleri er 4.000 kr. 

Hægt er að greiða móttökugjaldið með greiðslukorti á staðnum eða fá reikning sendann eftirá. 

Við heimili í sveitarfélaginu er, frá júní 2022, tunnur fyrir almennt sorp, pappa/pappír og plast. Fötur fyrir lífrænt sorp þurfa íbúar að nálgast í grenndargámastöðvum en upplýsingar um hvar þeir eru og hvernig losun er háttað má finna hér ofar á síðunni.

Flokkunarleiðbeiningar fyrir plast og pappatunnurnar má finna hér fyrir neðan en leiðbeiningar um flokkun í lífræna má finna hér efst á síðunni.

Hér fyrir neðan má finna tengla inn á helstu upplýsingar og leiðbeiningar tengdum sorpmálum í sveitarfélaginu:


                                                     

 

Rotþrær

Um hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu sér Seyrufélagið - samstarfsverkefni sex sveitarfélaga á suðurlandi. 

Á heimasíðu Seyruverkefnisins - Seyra.is    má finna allar upplýsingar um hreinsunaráætlunina, hvenær þín rotþró var hreinsuð síðast,  hvert skal hringja í neyðartilvikum, hvað gæti mögulega verið að hrjá rotþró sem lyktar illa og fleira í þeim dúr.  Símanúmer þjónustufulltrúa Seyruverkefnisins er 832-5105 en einnig er hægt að senda póst á netfangið seyra@seyra.is