- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.
Helstu niðurstöður:
Meðfylgjandi er skýrsla afmælisnefndar þar sem m.a. er að finna yfirlit um þau verkefni sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun sem og yfirlit yfir öll verkefni sem voru skráð á dagskrárvef afmælisársins.
Afmælisnefnd þakkar öllum þeim sem stóðu fyrir viðburðum á afmælisárinu sem og þeim sem sóttu þá fjölbreyttu viðburði sem fram fóru og áttu stóran þátt í að gera afmælisárið eftirminnilegt. Með virkri þátttöku stofnana, félagasamtaka, sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja er óhætt að segja að afmælisárið hafi tekist vel og byggir það ekki síst á frumkvæði, hugmyndaauðgi og þátttöku landsmanna.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri (862 2277), ragnheidurjona@fullveldi1918.is, og Einar K. Guðfinnsson, formaður (892 7628), ekg@ekg.is.
Mynd með fréttatilkynningu: Einar K. Guðfinnsson formaður afmælisnefndar og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri afhentu forsætisráðherra skýrslu afmælisnefndar.
Frá vinstri: Ragnhildur Arnljótsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir