- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.
Miðvikudagar verða líkt og áður fráteknir fyrir fundi skipulagsnefndar og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og viðtals- og símatími því ekki á þessum dögum.
Tilgangurinn með þessum breytingum er sá að stjórna betur utanaðkomandi áreiti og truflunum. Starfsmenn ættu þá betur að geta einbeitt sér að verkefnum sínum eftir hádegið og nota þá tímann eftir hádegið til að hringja út eftir þörfum. Ástæða þess að ráðist er í þessar breytingar nú er sú að Guðmar er nú farinn í 50% fæðingarorlof og verður því aðeins á skrifstofunni milli kl. 8 og 12 fram til jóla. Það er þó ekki hugmyndin að breyta þessu til baka þegar Guðmar kemur aftur í 100% starf nema reynslan sýni okkur að þetta sé algjörlega ómögulegt.
Bestu kveðjur,
Jóhannes Hr. Símonarson
Skrifstofustjóri
Dalbraut 12, 840 Laugarvatn
Sími: 480-5550