- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Guðbjörg Eiríksdóttir í Steinsholti er 100 ára í dag 22 apríl. Hún er vel ern miðað við aldur og býr enn í sínu eigin húsi og unir hag sínum vel. Guðbjörg hefur allt sitt líf búið í Steinsholti. Hún hélt lengi heimili með bræðrum sínum Jóni og Sveini og rak með þeim myndarbú, en þeir eru báðir látnir.
Guðbjörg sem af sínu fólki er köölluð Bagga er elst allra íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samkvæmt því sem vel fróðir heimildarmenn hafa bent á mun Bagga líklega vera fyrst Gnúpverja til að ná 100 ára aldri. En allnokkrir hafa komist náæg því.
Við óskum afmælisbarninu innilega til hamingju með þennan merka áfanga.