- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, verður á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 25. mars.
Hún veitir ráðgjöf og aðstoð við nýsköpunar-, atvinnuþróunar- og menningarverkefni, þar á meðal leiðsögn um styrkjamöguleika, þróun hugmynda og næstu skref í framkvæmd verkefna. Þeir sem vilja hitta á Línu geta sent póst á lina@sveitir.is til að bóka tíma.