- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þjóðhátíðardagskrá 17. júní - Brautarholti
Frá kl. 11.30 Pizzavagninn og íssala 9. bekkjar Flúðaskóla verður á staðnum, ærslabelgurinn uppblásinn og pannavöllurinn klár (bolta þarf þó að koma með sjálfur)
Kl. 12.30 Koddaslagur í sundlauginni – allir hvattir til að taka þátt
Kl. 14.00 Hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Brautarholti
Fjallkonan
Ávarp Séra Óskars
Hátíðarræða
Tónlistaratriði
Kl. 15.00 Hátíðarkaffi- framreitt af Kvenfélagi Skeiðahrepps
Kl. 21.00 Tónleikar með Ljósbrá og strákunum, félagsheimilinu Árnesi, barinn opinn.
Upp í sveit !
Laugardagurinn 18. júní
Kl. 11.00 Froðurennibraut við Neslaug, slökkviliðið sér um
froðuna og sundlaugin opin í framhaldinu.
Kl. 11.00 – Handverksmarkaðurinn Handverk og hám í stóra sal
18.00 félagsheimilisins Árness.
Kl. 11.00 Málverkasýning – frá nemum á námskeiði í útimálun, haldið af Guðrúnu Tryggvadóttur listakonu og skálaverði í Hólaskógi.
Kl. 12.00 Hádegisverður í Félagsheimilinu – Þórður grillar eitthvað gott og allir velkomnir. Verð og matseðill verður auglýst síðar.
Kl. 12.00 Þrautir og leikir frá UMFÍ á íþróttavellinum við Árnes, upplögð fjölskylduafþreying.
Kl. 14.00 Sveitaleikar – keppt í allskonar, öllu og engu!
Hvetjum alla sem vilja spreyta sig til að smala í lið með 3-5 þátttakendum, gott að hafa breiðan aldur og mismunandi hæfileika þátttakenda. Ný sveitarstjórn ætlar að spreyta sig og þarf verðuga keppinauta! Hægt að skrá lið fyrir fram hjá Hrönn (hronn@skeidgnup.is) -eða bara á staðnum þegar kappið færist yfir…
Kl. 21.00 Kahoot spurningakeppni í Félagsheimilinu í Árnesi. Til að taka þátt þarf að hafa með sér snjallsíma og æskilegt að kunna á hann. Til að auka möguleika á að vinna er gott að lesa mikið næstu daga og æfa sig að hugsa hratt. Barinn opinn. Aðeins fyrir 18 ára og eldri
Alla helgina býður Árborg uppá tilboð á ís með dýfu í tilefni hátíðarinnar
Upp í sveit !
Sunnudagurinn 19. júní
Kl. 8.00 – Morgunverður í félagsheimilinu Árnesi
10.30 í boði Rauðukamba – allir velkomnir!
Kl. 11.00 Náttúruskoðun með Bergi náttúrubarni í skóginum í Þjórsárdal og skógarkaffi í boði Skógræktarinnar í skógarskýlinu. Hentar allri fjölskyldunni.
Kl. 15.00 Gönguferð frá Laxárdal að Hlíð með fram Stóru Laxá. Hægt að mæta í Árnes, fyrir framan félagsheimilið til að sameinast í bíla kl. 14.00 Leiðsögumaður er Sigurður Páll Ásólfsson leiðsögumaður. Áætlaður tími er 3 klukkustundir. Leiðin er 6-7 km.
Kl. 19.00 – Grillaðu sjálfur!! Sameiginlegt grill íFélagsheimilinu Árnesi, á staðnum verða heit grill og
21.00 helsti borðbúnaður, drykkir til sölu á barnum. Gestir koma sjálfir með matinn og grilla. Fjölmennum og höfum gaman saman!
Kl. 21.00 Varðeldur við Kálfárbakka, austan við gamla reiðvöllinn og fjöldasöngur með trúbador.