Fornminjar í grunni íþróttahússins

Af verkstað þar sem fornleifarnar fundust
Af verkstað þar sem fornleifarnar fundust

Núna í morgun við vinnu við nýja íþróttahúsið hér í Árnesi fundust ætlaðar fornminjar. Við fyrstu sýn virðist vera um að ræða einhverskonar sverð, vinstri augntönn og mikið notuð skóreim. Öll vinna við húsið hefur verið stöðvuð á meðan beðið er eftir Minjastofnun til að staðfesta uppruna munanna, en almenningi er velkomið að koma við og berja munina augum -án þess þó að snerta!