Frístundaleiðbeinandi óskast í Félagsmiðstöðina Ztart

Merki Félagsmiðstöðvarinnar Ztart
Merki Félagsmiðstöðvarinnar Ztart

Félagsmiðstöðin Ztart auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda. Um er að ræða nýtt og spennandi frístundaúrræði staðsett innan Þjórsárskóla í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Vinnutími er frá 13:00 – 20:00 alla miðvikudaga. Félagsmiðstöðin Ztart fylgir starfstíma Þjórsárskóla og starfar út maí mánuð ár hvert. Félagsmiðstöðin er opin fyrir nemendur í 5. - 7. bekk á dagopnun eftir skóla frá kl. 14:30 til 16:30 og fyrir nemendur í 8. - 10. bekk á kvöldopnun frá kl. 17:30 til 19:30.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning faglegs frístundastarfs í samráði við umsjónaraðila
  • Kynna starfið fyrir nemendum og hvetja til þátttöku.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
  • Vinna að forvarnarstarfi og fræðslu.
  • Samráð og samvinna við börn, foreldra og starfsfólk sveitarfélagsins.
  • Sinna frágangi húsnæðis að loknum vinnudegi.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við umsjónaraðila.

 

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og til leiðbeiningar.
  • Frumkvæði og sköpunargleði.
  • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg en ekki nauðsynleg.
  • Starfsreynsla á sviði forvarna-, félags- og tómstundamála æskileg.
  • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
  • Hreint sakavottorð
  • Skyndihjálp

 

Frekari upplýsingar:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að gefa heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Öll áhugasöm hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til 21. janúar nk.

Upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Guðni Helgason, Umsjónarmaður frístundar / félagsmiðstöðvarinnar Ztart í s. 772-9263 eða toti@skeidgnup.is.

Umsóknum ásamt ferliskrá og kynningarbréf skal skila á netfangið sylviakaren@skeidgnup.is