Fróðleikur og leiðbeiningar um náttúruvá og almannavarnir

Friðsælt tjaldsvæði í Árnesi
Friðsælt tjaldsvæði í Árnesi

Eins og skýrt hefur verið frá á samfélagsmiðlum eru einhver umbrot í Grímsvötnum. Meðfylgjandi eru linkar á síður  þar sem fróðleik og upplýsingar er að finna um ýmsa þætti náttúruvár sem hugsanlega gæti orðið í framhaldi af þessum umbrotum. Einnig eru upplýsingar um Covit-19 sem fólk þarf að hafa í huga við allar aðstæður sem upp geta komið.

https://www.almannavarnir.is/natturuva/oskufall/

https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2016/04/Oskufall_20100419-tenglar1.pdf

https://www.almannavarnir.is/wp-content/uploads/2016/04/Heilsutjon_Oskufall_20100420-linkar.pdf

Viðbrögð við öskufalli
Komið ykkur stystu leið út úr öskufalli með því að fara þvert á vindátt.

Byrgið glugga sem snúa að eldstöð meðan gos varir og lokið fyrir reykháf vegna gjóskufalls. Lokið dyrum og gluggum.

Lokið hurðum og gluggum. Þéttið glugga ef með þarf.

Setjið rök handklæði fyrir þröskulda og annars staðar til að koma í veg fyrir dragsúg og haldið ykkur sem mest innandyra í öskufalli. Setjið grímu, vasaklút eða fatnað fyrir nef og munn, og augnhlífar fyrir augu ef nauðsynlegt er að vera úti í öskuregni.

Hlífið viðkvæmum raftækjum t.d.  með plasti eða álíka umbúðum  og takið ekki utan af þeim fyrr en búið er að hreinsa upp alla ösku í kringum þau.

Aftengið rör frá þakrennum til að koma í veg fyrir að niðurföll stíflist. Askaog vatn geta þá runnið úr þakrennum og niður á jörð.

Fólk sem þjáist af langvinnum hjarta- og lungnasjúkdómum haldi sig innandyra og forðast að komast í snertingu við ösku að óþörfu. Utandyra er notkun gríma og gleraugna ráðlögð.

Sjáið til þess að búfé komist í hreint vatn og fóður.

Ef börn eru á heimilinu skuluð þið kynna ykkur neyðaráætlun skólans og verið búin að hugsa um afþreyingu barna ef til lokunar kemur.