- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Miðvikudaginn 20. nóvember verður hátíð í Þjórsárskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Hátíðin byrjar kl. 13 í Félagsheimilinu Árnesi. Á dagskrá hátíðarinnar er upplestur nemenda, söngur og danssýning. Einnig standa vonir til að skólanum verði afhentur grænfáninn.
Foreldrum og öðrum áhugasömum sveitungum eru velkomnir á hátíðina. Eftir sýninguna í Árnesi, á milli 14 og 16 verður svo opið hús í Þjórsárskóla.
Seinna í vetur stendur til að halda aðra hátíð í skólanum til þess að fagna breytingunum á skólahúsnæðinu. Það verður auglýst síðar.