„Koddu“ að leika! á sparkellinum við þjórsárskóla 27.október

Selhöfði í Þjórsárdal
Selhöfði í Þjórsárdal

Íþróttavikan: Á morgun, laugardaginn 27. október, ætlum við að leika okkur saman á sparkvellinum við Þjórsárskóla. Farið verður í ýmsa leiki sem margir kunna en einhverjir þurfa upprifjun á. Svo munum við örugglega læra einhverja nýja leiki. Ef þið skylduð vera búin að gleyma leikjunum, þá er hér fyrir neðan upptalning á nokkrum af þeim leikjum sem margir ættu að kannast við og gaman væri að fara í. Tilvalið að rifja þá upp áður en við hittumst á morgun. Vonumst til að sjá mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur með börnunum í leik. Leikir eru frábær hreyfing. Sjáumst á morgun kl. 13.00 við Þjórsárskóla  (ef veður leyfir ekki útiveru verðum við inni í Árnesi).

Leikir:
Upp fyrir öllum,  Hlaupa í skarðið,  Brennó/Höfðingjaleikur,  Köttur og mús,  Skotbolti,  Yfir, Slagbolti, Kýló,  Hollý hú,  Klukk,  Stafrófsleikurinn,  Snúsnú/rugguró,  Sippa,  Allskonar parís, Fallin spýta, Pokahlaup,  Dimmalimm, Landamæraleikur,  Mammma, mamma, má ég,  Að verpa eggjum,  Eitur í flösku,  Myndastyttuleikur,  Hollinn, skollinn,  Fram, fram, fylking,  Jósep segir,  Flöskustútur,  Útilegumannaleikur,  Kústadans,  Teygjó,  Allskonar boðhlaup

 

   Vekjum athygli á!

    Yogakynningu  í Árnesi kl. 14.00, föstudaginn 26. okt.    Rosemarie B. Þorleifsdóttir.                                                            

 
    Gönguferð að Skeiðaáveitunni.     

    Gönguferð með Skafta oddvita en hann mun leiða göngu að Skeiðaáveitunni

    kl. 13.00 á morgun, laugardag.

    Tilvalin ganga fyrir þá sem ekki ætla að koma að sprikla og leika með börnunum.

    Lagt af stað frá Murneyrum kl. 13.00.

 

    Neslaug opin,

    laugardag, kl. 13.00- 18.00

    Ókeypis aðgangur.

 

   Skeiðalaug opin,

   sunnudag, kl. 12.00-14.00.

   Ókeypis aðgangur.

 

   Á sunnudaginn, 28. okt. ætlar Elvar Már að kenna grunntök skriðsunds í Skeiðalaug kl. 12.00.

   kl. 13.00 hefjast leikir og sprell undir hans stjórn.

     

   Menningar- og æskulýðsnefnd.