Laust starf kennslu- og uppeldisráðgjafa

Stóra Núpskirkja
Stóra Núpskirkja

Staða kennslu- og uppeldisráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar. Um er að ræða 80 - 100% stöðu. Á svæðinu eru 4 leikskólar, 4 grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í þverfaglegu samstarfi og vinna að þróun þjónustunnar.

Starfssvið

  • Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til forráðamanna barna í leik- og grunnskólum
  • Ráðgjöf og fræðsla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir
  • Stuðningur og ráðgjöf um fjölbreyttar og árangursríkar kennsluaðferðir
  • Forvarnir og ráðgjöf um velferð barna og snemmtæka íhlutun
  • Vinna að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
  • Stuðningur við nýbreytni- og þróunarstarf skóla m.a. með ráðgjöf við starfsfólk leik- og grunnskóla
  • Þverfaglegt samstarf skóla- og velferðarþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf kennara og farsæl kennslureynsla í leik- og grunnskóla æskileg
  • Framhaldsnám sem nýtist í starfi æskilegt
  • Þekking á fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum
  • Þekking og reynsla af ráðgjöf og stuðning við nemendur varðandi hegðun og líðan
  • Þekking og reynsla af forvarnarstarfi
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna

Umsóknir sendist rafrænt á netfangið gunnlaug@arnesthing.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hartmannsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu í síma 4801180, eða á netfangið gunnlaug@arnesthing.is