- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða skólastjóra Þjórsárskóla, grunnskóla Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í Þjórsárskóla verður frá og með skólaárinu 2025 kennt í 1.- 9. bekk og frá og með skólaárinu 2026 verður kennt í 1.- 10. bekk. Skólastjóri Þjórsárskóla ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum, samstarfi skóla og samfélags og gegnir lykilhlutverki í áframhaldandi innleiðingu skólastefnu og þar með frekari mótun skólastarfsins til framtíðar.
Í Þjórsárskóla er lögð rík áhersla á framsækið starf, fjölbreytta kennsluhætti og umhverfis- og sjálfbærnimennt þar sem stefnt er að lifandi og einstaklingsmiðuðu námi, samstarfi og nýsköpun.
Haustið 2023 var samþykkt ný skólastefna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er meginmarkmið hennar að í sveitarfélaginu sé framúrskarandi skólastarf og lifandi og sveigjanlegt námsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
· Fagleg forysta skólans.
· Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
· Ábyrgð á framþróun í skólastarfi í samræmi við samþykkta skólastefnu.
· Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild.
· Forysta og samvinna á samþættingu þjónustu í þágu farsældar.
· Samstarf við skólanefnd, sveitarstjóra og sveitarstjórn.
Menntun og hæfniskröfur:
· Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi.
· Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
· Leiðtogafærni, metnaður og styrkur til ákvarðana.
· Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg.
· Farsæl reynsla af stjórnun og skólaþróun er æskileg.
· Skipulagshæfni og góð yfirsýn.
· Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Þjórsárskóli er staðsettur í fallegri byggingu í Árnesi og munu þar nema um 60 börn skólaárið 2024-2025. Sumarið 2024 var húsnæði Þjórsárskóla endurbætt, haustið 2024 hófst bygging nýs íþróttahúss sem verður í framtíðinni samtengt við skólahúsnæðið og í lok sumars 2025 er fyrirhugað að byggingu nýs lista- og verknámshús á lóð skólans verði lokið og verður aðstaða fyrir list- og verkgreinar þar með til fyrirmyndar.
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa um 625 íbúar. Um er að ræða dreifbýlt sveitarfélag með tvo byggðakjarna, Árnes og Brautarholt. Sveitarfélagið, sem er umvafið náttúrufegurð, er í um klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík
Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga með áhuga á uppbyggingu skólastarfs til framtíðar.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfni til að sinna starfinu.
Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2025.
Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn og unnið hefur verið úr umsóknum.
Umsóknir óskast sendar á sylviakaren@skeidgnup.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch, skólastjóri, netfang: bolette@thjorsarskoli.is og Sylvía Karen Heimisdóttir, sveitarstjóri, netfang: sylviakaren@skeidgnup.is
Öll hvött til að sækja um.
Vakin er athygli á stefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps að jafna hlutfall kynja í störfum fyrir sveitarfélagið og samræmingu milli einkalífs og fjölskyldu.