Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að fara með umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2023. Vinnuskólinn er starfræktur fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14 og 15 ára. Starfstími vinnuskólans er frá 5 júní til og með 3 ágúst.
Ábyrgðarsvið:
- Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna. Umsjónarmaður vinnuskóla leiðbeinir og samræmir vinnu ungmenna/sumarstarfsmanna í vinnuskóla sveitarfélagsins allt í samræmi við þau verkefni sem eru honum falin samkvæmt ákvörðunum sveitarstjóra og fjárheimildum.
- Starfsmaður verkstýrir ungmennum/sumarstarfsmönnum í sumarstarfi. Fer starfið fram að mestu utandyra.
- Starfsmaður ber ábyrgð á að farið sé eftir viðeigandi reglum um öryggi á vinnustað. Hann sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum enda samræmist þau verksviði hans.
- Umsjónaraðili skal sýna fordæmi og vera góð fyrirmynd í lífi og starfi ungmenna sumarskólans.
- Tilfallandi verkefni í áhaldahúsi og á sorpgámasvæði.
- Um er að ræða vinnu við garðyrkjustörf og hreinsun umhverfisins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og önnur tilfallandi létt verkefni sem stuðla að því að fegra og bæta umhverfið.
Helstu verkefni
- Skipulagning vinnuskóla
- Almenn umhirða lóða og umhverfis við stofnanir sveitarfélaga, s.s. hreinsun lóða, sláttur, málningarvinna og önnur tilfallandi verkefni
- Halda utan um vinnuskýrslur fyrir ungmennin.
- Gerð áhættumats
- Huga að velferð ungmennanna og leiðbeina þeim um rétta líkamsbeitingu
Hæfniskröfur:
- Hæfni til leiðbeiningar
- Lipurð í samskiptum
- Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur
- Þekking á landareignum, mannvirkjum og starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps
- Samstarfshæfni og samstarfsvilji
- Þagnarheit og virðing fyrir því
- Temur sér rétta líkamsbeitingu
- Almenn ökuréttindi
- Hreint sakarvottorð
- Þekking á meðferð og umhirðu verkfæra og áhalda
- Almenn tölvuþekking
- Skyndihjálp.
- Gott vald á íslenskri tungu
- Geta til að taka leiðbeiningum og gagnrýni
- Lipurð í almennum samskiptum
- Þekking á reglum um öryggi á vinnustöðum
- Þekking á boðskiptaleiðum og helstu viðbrögðum við slysum og áföllum
- Þekking á helstu atriðum barnaverndarlaga og tilkynningarferli vegna barnaverndarmála
- Þekking á samþykktum og reglum Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
- Ökuréttindi BE sem veitir réttindi til að stjórna ökutæki með kerru allt að 3.500 kg
Laun greidd samkvæmt kjarasamningum FOSS. Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri, Haraldur Þór Jónsson í síma 486-6100.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 15. mars 2023 á netfangið haraldur@skeidgnup.is