- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2020. Á ekki að vera með í ár, skapa skemmtilega stemningu í sveitafélaginu og koma á keppni milli stofnana og vinnustaða innan sveitafélagsins? Endilega hvetjið alla íbúa til að taka þátt og vera með í landskeppni í hreyfingu J
Lífshlaupið hefst formlega miðvikudaginn 5. febrúar en það er bara í næstu viku þannig dreifið endilega boðskapnum sem víðast. Stöndum saman og hvetjum landsmenn til heyfingar!
Til upprifjunar:
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lífshlaupið er ótrúlega skemmtilegur og góður vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig eða hreyfa sig nú þegar reglulega og vilja skrá hreyfinguna markvisst, hafa yfirlit og setja sér markmið. En auk þess að hvetja til hreyfingar daglega þá skapar verkefnið skemmtilega stemningu á vinnustöðum og í skólum sem keppa sína á milli og innanhúss. Aðalmarkmiðið er að fá sem flesta til að hreyfa sig sem oftast á meðan á keppninni stendur. Fullorðnir að lámarki 30 mínútur á dag og börn og unglingar að lámarki 60 mínútur á dag.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt en fínar leiðbeiningar má finn hér https://lifshlaupid.is/keppnir/ og undir viðeignadi keppni vinstra megin.
Við óskum eftir liðsinni ykkar við að hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga í sveitafélaginu ykkar til þátttöku. Við hvetjum ykkur einnig til þess að segja frá Lífshlaupinu á ykkar heimasíðu og Fésbókarsíðu ef hún er fyrir hendi. Hægt er að fá hnapp hjá ÍSÍ til að setja inn á síðurnar sem leiðir áhugasama inn á heimasíðu verkefnisins.
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu gefur Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á hronn@isi.is eða í síma: 514-4000.
Kær kveðja
Hrönn Guðmundsdóttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland
Sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs
(+354) 514 4000 / (+354) 692 9025
Lífshlaupið hefst 5. febrúar.
Skráðu þig til leiks!