Lokanir vegna ofsaveðurs

Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna ofsaveðurs sem spáð er að gangi yfir Suðurland á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Hættustig almannavarna hefur verið í gildi frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun, en rauð viðvörun tekur gildi kl. 06.00 í fyrramálið og gilda til kl. 13.00.

Starfsemi sveitarfélagsins fellur að mestu niður á morgun: Ekkert skólahalda verður, hvorki í Leikholti né Þjórsárskóla. Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð og ekki verður keyrður út matur fyrir eldri borgara.