Lokun gámasvæðis

Grenndargámar í Árnesi
Grenndargámar í Árnesi

Á fundi sveitarstjórnar þann 5. apríl sl. var ákveðið að loka gámasvæðinu í Brautarholti. Verður gámsvæðinu lokað frá 18. júní nk. Fyrirhugað er að skipuleggja iðnaðarlóðir á svæðinu.

Minnt er á grenndargáma sem eru í Árnesi og í Brautarholti. Þar eru gámar fyrir almennt sorp, málma, gler, plast og pappír. Að auki er fyrirhugað að koma upp þriðju stöð grenndargáma við vegamót að Skeiðháholti. Eru íbúar hvattir til að nota grendargámana við flokkun á sorpi.

 

Sveitarstjóri