Úr Vörðufelli
Opið er fyrir styrkumsóknir í sjö sjóði hjá Rannís og hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki til að kynna sér þá vel. Einnig er alltaf hægt að hafa samband við byggðaþróunarfulltrúa Uppsveitana ef óskað er eftir ráðgjöf eða velta þarf upp hugmyndum að verkefnum á póstfangið lina@sveitir.is.
Styrkir í boði:
Fyrirtækjastyrkur – Vöxtur, Sprettur
- Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja þróunarverkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
- Spretturer öndvegisstyrkur innan Vaxtar.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Fyrirtækjastyrkur – Sproti
- Fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla
- Sproti er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Hagnýt rannsóknarverkefni
- Fyrir Háskóla, opinberar rannsóknastofnanir og opinber fyrirtæki.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla
- Fyrir Leikskólastjóra, skólastjóra eða skólameistara fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla.
- Til að styrkja verkefni sem stuðla að þróun og nýjungum í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Þróunarsjóður námsgagna
- Fyrir kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.
- Til að gera námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Æskulýðssjóður
- Sjóðurinn er fyrir börn og ungmenni, á aldrinum 6-25 ára.
- Sjóðinum er ætlað að auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína.
- Lokafrestur er til að sækja um er til 15. febrúar 2024 kl.15:00
Fyrirtækjastyrkur Fræ, Þróunarsjóður
- Fyrir fyrirtæki yngri en 5 ára og einstaklinga.
- Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.
- Alltaf er opið fyrir umsóknir í sjóðin!