- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita býður í opið hús að Hverabraut 6 á Laugarvatni, föstudaginn 17. janúar nk. frá kl. 14:30-16:00. Umhverfis og tæknisvið uppsveita er byggðasamlag sem rekið er af sveitarfélögunum Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp og Ásahrepp og sinnir allri skipulagsvinnu fyrir sveitarfélögin, auk þess að halda utan um rekstur á Seyrubíl þessara sveitarfélaga. Byggðasamlagið tók nýverið í notkun nýtt húsnæði sem sérstaklega var byggt fyrir starfsemina og hvetjum við öll til að gera sér ferð og skoða húsnæðið og starfsemina "okkar" á Laugarvatni.