Opnun tilboða í reisingu íþróttahúss

Fyrstu skóflustungurnar að íþróttahúsinu
Fyrstu skóflustungurnar að íþróttahúsinu

Tvö útboð vegna verksins íþróttamiðstöð í Árnesi voru opnuð á skrifstofu sveitarfélagsins í gær, mánudagin 17. febrúar.

Annarsvegar var boðin út Framleiðsla á gluggum og hurðum fyrir íþróttamiðstöðina og hinsvegar reising á límtréshúsi. Bæði voru útboðin birt til auglýsingar þann 1 febrúar sl. á vefsíðu sveitarfélagsins og á útboðsvef, sameiginlegs auglýsingavettvangs opinberra innkaupa. Útboðsgögn voru afhent á rafrænu formi frá og með laugardeginum 1. febrúar 2025.

Skilafrestur tilboða var til kl. 10.00 hinn 17. febrúar 2025 og bárust 14 tilboð, 7 í hvort verk. 

Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögn eða útboðið.

Fundargerð með þeim tilboðum sem bárust má finna hér fyrir neða í viðhengi.

Fundargerð - opnun tilboða 17. febrúar 2025