Ráðherra undirritaði friðlýsingu landsvæðis í Þjórsárdal

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra  undirritar friðlýsingarskjalið
Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra undirritar friðlýsingarskjalið

Friðlýsing hluta Þjórsárdals. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirritaði  friðlýsingu svæðis í Þjórsárdal kl 16:30 í dag, fimmtudaginn 30. janúar.  Verndargildi og sérstaða þess felst fyrst og fremst í jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu og fögru landslagi. Svæðið verður nú friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þessu eru Gjáin, Háifoss, Granni og Hjálparfossi sem friðlýst verða sem sérstök náttúruvætti. Á svæðinu eru mikil tækifæri til náttúruskoðunar, útivistar og sjálfbærrar ferðamennsku en þar eru einnig menningarminjar sem vitna til um mannvistir á fyrri tímum. Svæðið er hið fyrsta sem friðlýst er sem landslagsverndarsvæði samkvæmt lögum um náttúruvernd en unnið hefur verið að friðlýsingunni í rúmt ár.

 

Allar nánari upplýsingar um friðlýsinguna er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

 

 

 

  • Gjáin í Þjórsárdal