- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 vegna þéttbýlisins í Árnesi. Markmiðið með breytingunni er að svara eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í Árnesi.
Málið er skipulagsmál í kynningu frá 19. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 12. maí 2023.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Ásbrekku. Á jörðinni er m.a. stunduð skógrækt. Innan deiliskipulagsins eru skilgreindir fjórir byggingarreitir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, gestahúsa og útihúsa.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar lóðar Granda L166643 (Votadæl) úr jörð Sandlækjar. Í breytingunni felst fjölgun lóða og byggingarreita innan svæðisins. Eftir breytingu er gert ráð fyrir 3 lóðum á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 3 hús á hverri lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Heimilt er að byggja íbúðarhús m/bílskúr, gestahús og skemmu/geymslu í samræmi við nýtingarhlutfall
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Minni-Ólafsvalla. Í tillögunni felst skilgreining á byggingarreitum umhverfis núverandi hús auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu hesthúss og 3 gestahúsa.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Álfsstaða II L215788. Í deiliskipulaginu felst heimild til uppbyggingar á íbúðarhúsi, gestahúsa, reiðhallar/hesthúss og skemmu á fjórum byggingarreitum.
Mál 9-12 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 19. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 1. júní 2023.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.gogg.is, www.fludir.is og www.skeidgnup.is.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU