Skipulagsauglýsing sem birtist 18. júní 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI OG SKEIÐA-OG GNÚPVERJAHREPPIDEILISKIPULAGSMÁL  - SAMKVÆMT 41.GR. SKIPULAGSLAGA NR. 123/2010 ERU HÉR AUGLÝSTAR TILLÖGUR AÐ EFTIRFARANDI DEILISKIPULAGSÁÆTLUNUM AUK BREYTINGAR Á DEILISKIPULAGI Á GRUNDVELLI 1. MGR. 43. GR SÖMU LAGA:Kringla 4 L227914 – Frístundabyggð – Deiliskipulag 

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 3. júní 2020 að auglýsa deiliskipulag frístundasvæðis í landi Kringlu 4. Deiliskipulagið tekur til um 22,6 ha. svæðis og er innan hennar gert ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem frístundasvæði (F52b).

UPPDRÁTTUR 

Selholt L205326 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti þann 3. júní 2020 að auglýsa deiliskipulag fyrir Selholt. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarreitum fyrir íbúðarhús, reiðhöll og hesthús og vélageymslu.

Uppdráttur

Flatir Réttarholt – Stækkun frístundasvæðis – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. júni 2020 breytingu á deiliskipulagi fyrir  frístundasvæði F27 á Flötum í landi Réttarholts. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða á svæðinu. Leiksvæði og boltavöllur eru felld út og í stað þess er bætt við opnu svæði og gönguleið á milli lóða 31 og 32. Lóð nr. 17 er tekin út fyrir deiliskipulagsmörk þar sem hún fellur ekki lengur undir frístundabyggð samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Uppdráttur

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélagsins  https://www.gogg.ishttps://www.skeidgnup.is/

Skipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafrest frá 18. júní til og með 30. júlí 2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 30. júlí 2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

 

Vigfús Þór Hróbjartsson

Skipulagsfulltrúi UTU