Skipulagsauglýsing v. Hvammsvirkjunnar

Kjálkaversfoss
Kjálkaversfoss

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggja sameiginlega fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun til auglýsingar. Framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ofangreind tillaga ásamt kynningargögnum frá Landsvirkjun má nálgast hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga. Nálgast má frekari upplýsingar auk niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum á heimasíðu verkefnisins Hvammsvirkjun – hvammur.landsvirkjun.is. Athugasemdir og ábendingar við auglýsingu deiliskipulagsins skulu berast eigi síðar en 30. apríl 2021 og skal skilað skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofu skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra Suðurlandsvegi 1-3, Hellu eða með tölvupósti á netföngin vigfus@utu.is og/eða birgir@ry.is . Í samræmi við bókun sveitarstjórnar teljast athugasemdir sem bárust vegna kynningar málsins jafnframt til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný athugasemd berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins.

Gögn sem fylgja auglýsingunni og finna má á heimasíðu UTU eru:

Yfirlitsuppdráttur deiliskipulags Uppdráttur deiliskipulag Greinargerð Kynningarsíða Landsvirkjunar: https://hvammur.landsvirkjun.is/

ATH: Því miður hefur verið bilun í heimasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og því ekki hægt að treysta því að tenglar á gögn virki en eins og kemur fram hér fyrir ofan er öll gögn að finna á heimasíðu Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveitanna: www.utu.is Til að komast beint á auglýsinguna má afrita þessa slóð: https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-17-mars-2021-hvammsvirkjun/