Sorpkort 2019 og flokkunarhandbók til sumarhúsaeigenda

Haustlitir í  Sámstaðamúlanum  fyrir ofan Stafkirkju við Þjóðveldisbæinn
Haustlitir í Sámstaðamúlanum fyrir ofan Stafkirkju við Þjóðveldisbæinn

Um þessar mundir er verið að senda út til sumarhúsaeigenda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi,  sorpkort og flokkunarhandbók ásamt ýmsum upplýsingum um sorpmál og flokkun  í sveitarfélaginu. Meðal annars  í bréfinu er  sumarhúsaeigendum gefinn kostur á að kaupa sér svonefndan "Hörputurn" til afsetningar á lífrænum úrgangi. Kostar hann 20.000,- með niðursetningu sem starfsmenn sveitarfélgasins myndu sjá um að gera. Hægt er að hafa hann í námunda við sumarhúsið og eykur þessi aðferð til muna  flokkun og er afar þægileg en allt of mikið er um að matarúrgangi sé hent í almennt sorp. Rannsóknir sýna það, héðan úr sveitarfélaginu. Flest býli hér eru með svona turn og mjög gott er að dreypa  ensími í þá sem flýtir  verulega fyrir rotnun. 

Við viljum biðja sumarhúsaeigendur eða forsvarsmenn  sumarhúsa að hafa samband  á skrifstofuna 486-6100 eða senda póst á kidda@skeidgnup.is ef viðkomandi A4 bréf skilar sér ekki til þeirra næsta hálfan mánuð eða svo. Skoðað verður þá vandlega, hvað veldur. Bréfið var sent á þann aðila sumarhúss  sem tekur við gíróseðlum, til greiðslu,  vegna umræddrar eignar.

Flokkunarhandbókin er ætluð til þess að hafa á staðnum til frekari glöggvunar.

Slagorð okkar er:    "Hugsum áður en við hendum!"