Sumarlestur í Þjórsárskóla

Nemendur með viðurkenningarnar sínar
Nemendur með viðurkenningarnar sínar

Síðustu þrettán ár hefur verið átaksverkefni í lestri í skólanum okkar þar sem markmiðið er að auka lestrarfærni og lestrargleði barna með því að hvetja þau til þess að lesa sem oftast heima um sumarið og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn. Í ár var metþátttaka og er gaman að segja frá því að allir nemendur á yngsta stigi tóku þátt og margir af miðstigi. Að hausti er veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu. Þetta árið fengu nemendur verðlaunapening, bíómiða og viðurkenningarskjal.