- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Tekið af heimasíðu Þjórsárskóla:
Undanfarið hefur skólanum borist nokkrar gjafir. Í vikunni barst skólanum iðnaðarryksuga í smíðastofuna frá Hákoni Páli í Selásbyggingum og Dynjanda. Einnig var skólanum gefin hjólagrind til að hjólafólk hafi stað fyrir hjólin sín fyrir utan skólann og það voru Hákon Páll í Selásbyggingum og Bjarni Sverrisson sem gáfu okkur hana. Með þessum gjöfum fylgdi fallegur blómvöndur og kort.
Í síðustu viku komu fulltrúar frá Björgunarsveitinni Sigurgeir og gáfu öllum nemendum og starfsfólki endurskinsmerki. Þetta eru allt frábærar gjafir sem nýtast vel í skólastarfinu.
Kærar þakkir fyrir að hugsa svona vel til okkar.