Tilhögun þjónustu í sveitarfélaginu þar til annað verður ákveðið

Mynd óháð frétt.
Mynd óháð frétt.

Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarráðstafanir í landinu vegna Kórónuveirufaraldursins verið hertar. Eftir föngum verður tekið mið af því í starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin með hefðbundnum hætti. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru samt sem áður hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna frekar en heimsókn.

Afgreiðslutími á gámasvæðum verður óbreyttur  að svo stöddu.

Aðgangur kostgangara að mötuneyti verður lokaður meðan ráðstafanirnar eru í gildi.

Starfsemi Þjórsárskóla og leikskólans Leikholts verður óbreytt. Stjórnendur skólanna munu kynna nánar um fyrirkomulag.

Opnunartími sundlauga verður óbreyttur, en fjöldatakmarkanir gesta taka mið af sóttvarnarráðstöfunum.

Fjarfundatækni verður notuð við fundahöld í stað þess að fólk hittist, nema sérstakar ástæður kalli á annað.

Sveitarstjóri