- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2009- 2010, gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar.
Vinnuskólinn hefst 3. júní og stendur til og með 1. ágúst.
Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga- fimmtudaga frá kl 8-14. Miðað er við að hvert barn taki samfleytt vikufrí á tímabilinu.
Helstu verkefni eru fegrun umhverfisins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fer vinnan að mestu fram utandyra.
Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi.
Skráningarfrestur er til 17. maí. Skráning skal berast á netfangið sylviakaren@skeidgnup.is
Hámarksfjöldi starfsfólks í vinnuskólann eru 8 aðilar í einu. Ef fjöldi starfsfólks fer yfir þann fjölda verður starfstíminn skipulagður með það í huga.