Ungmennaþing

Ungmennaþing Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður haldið í Félagsheimilinu Árnesi, laugardaginn 15. apríl nk. kl. 10.00 - 14.00

Öllum ungmennum með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi hefur verið boðið á þingið. Frekari upplýsingar verða settar á facebook-viðburð og gott væri að tilkynna þátttöku þar.

 

Dagskrá þingsins:

Kl. 10.00 Nýtt deiliskipulag í Árnesi

Búið er að sækja um lóðir fyrir mjög margar nýjar íbúðir í Árnesi og ljóst að þegar íbúum fjölgar aukast möguleikar og tækifæri til að byggja upp t.d. skóla, íþróttahús og fleira. Hvað vilja ungmenni sjá í þéttbýlinu í Árnesi?

Kl. 11.40 Ný skólastefna í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Unnið hefur verið að gerð nýrrar skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Gott væri að fá sjónarhorn/ gagnrýni ungmenna á stefnuna.

Kl. 12.20 – Pizzaveisla

Kl. 13.00 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

Sveitarfélagið hefur skuldbundið sig til að starfa eftir heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Markmiðin eru 17 talsins með alls 169 undirmarkmiðum. Hvar finnst ungmennum sveitarfélagsins mikilvægast að byrja?

Kl. 13.30 Kosning í ungmennaráð

Enn á eftir að skipa ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps – ljúkum fundi á kosningum í ráðið.

 

Facebook viðburður þingsins: Ungmennaþing SkeiðGnúp 2023