- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fyrir hönd Landsvirkjunar vil ég upplýsa ykkur um að nú er komið að þeim áfanga í framkvæmdum við stækkun Búrfellsvirkjunar að vatni verður hleypt á nýjan frárennslisskurð. Í framhaldi af því verður stífla sem nú skilur skurðinn frá farvegi Fossár fjarlægð. Sú aðgerð að fjarlægja stífluna mun hafa í för með sér að eitthvert grugg mun berast út í Fossá og síðan í Þjórsá þann skamma tíma sem sá verkþáttur stendur (áætlað 3-5 dagar). Í grófum dráttum mun flæðing frárennslisskurðar ganga fyrir sig með eftirfarandi hætti:
· Áfylling fer fram áður en varnarstíflan út í Fossá er fjarlægð og því kemur áfyllingin sem slík ekki til með að hafa áhrif á ána. Það er ekki fyrr en varnarstíflan er fjarlægð sem einhverra áhrifa fer að gæta.
· Byrja skal á því að fylla á lægsta hluta skurðarins – þ.e. við gangamunnann og frárennslisgöngin.
· Skurðurinn verður fylltur með lekavatni, þ.e. að hætt verður að dæla upp úr honum og Trjáviðarlæk beint inn í hann.
· Ekki skal fjarlægja stífluna úti við Fossá fyrr en jöfn vatnsstaða er komin sitt hvoru megin við hana.
Áður en stíflan niðri við Fossá er fjarlægð verður allt rusl sem mögulega mun fljóta upp á yfirborðið veitt upp og fjarlægt.
Ef að spurningar vakna þá endilega beinið þeim til okkar,
Til viðbótar unanskráðu þá er áformað að byrja að flæða frárennslisskurð mánudaginn 30. apríl 2018 og að vinna við að fjarlægja stíflu við Fossá hefjist seint í viku 18.
Björn Halldórsson
Verkefnisstjóri - Framkvæmdasvið
Tel/Sími: +354 515 9000 - Mobile/GSM: +354 8994813
bjorn.halldorsson@landsvirkjun.is