- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir eftir tilboðum í leigu að veiðirétti í Fossá og Rauðá í Þjórsárdal. Í veiðiréttinum felst hagnýting og skylda til að ráðstafa veiði í ánni til almennings. Leigutímabilið er frá árinu 2023 til og með ársins 2026.
Um er að ræða tvö veiðisvæði, annars vegar ofan Hjálparfoss og hins vegar neðan Hjálparfoss. Veiðisvæðin verða aðeins leigð út til eins aðila skv. samningi þar um.
Um veiði í ánni fer eftir lögum og lax og silungsveiði nr. 61/2006.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á netfanginu: haraldur@skeidgnup.is
Óskað er eftir tilboðum og skal þeim skilað í lokuðu umslagi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en kl 11 hinn 6. desember næstkomandi. Tilboðin verða opnuð eftir kl 11 sama dag.