- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Árshátíð Þjórsárskóla var haldin föstudagskvöldið 11. mars, í Félagsheimilinu Árnesi, kl. 20:00. Halla Guðmundsdóttir leikkona samdi og leikstýrði verki sem helgað var indíánum og landnemum í Vesturheimi og skyggnst var inn í líf þeirra. Gleði skein úr hverju andliti leikenda og áhorfenda en allir nemendur tóku þátt í sýningunni ásamt kennurum og starfsfólki.
Glæsileg, litskrúðug og velheppnuð sýning með söngvum og tónlist. Foreldrafélag skólans sá um veitingar á eftir og var það álit gesta að þetta hefði verið mjög skemmtileg og glæsileg árshátíð.