- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þótt flest fólk í Austurríki sé rómverskt-kaþólskt halda samt allir jól sama hverju þeir trúa.
Í Austurríki er enginn jólasveinn heldur kemur engill sem heitir “Christkind”.
Jól eru stór hátíð í Austurríki og í lok nóvember opna mörg hundruð jólaþorp um allt landið þar sem fólk kemur og nýtur þess að borða góðan mat eins og vöfflur, fylltar bakaðar kartöflur og raclette brauð sem er brauð með bræddum osti og margt fleira og skolar því svo niður með jólaglöggi. Síðan er mjög gaman að rölta um jólamarkaðina og versla gjafir fyrir aðfangadagskvöld og enda það síðan á að hlusta á lifandi tónlist sem spiluð er út um allt. En þess má geta að hið fræga jólalag “Hljóða nótt” var samið í Salzburg Austurríki 1818.
Á aðventunni setja “allir” upp aðventukrans og svo kemur engillinn Christkind með jóladagatal fyrir börn og fullorðna til að stytta biðina eftir jólunum.
Dýrlingurinn Nikolaus kemur svo fimmta desember með gjafir fyrir þægu börnin en með honum kemur einnig Krampus en hann tekur óþægu börnin og setur þau í pokann sinn og tekur þau með sér til helvíti…
Þann fimmta desember ár hvert kemur hinn heilagi Nikolaus ásamt hópi af Krampus djöflum sem ganga um og lumbra á fólki með vendi eða prikum og sérstaklega finnst þeim skemmtilegt að berja ungar konur. Fólk leggur mikinn metnað í að útbúa búningana og gera þá sem hræðilegasta, en þeir eru gerðir úr timburgrímum, ullar gærum og flestir með horn og hala.
Á aðfangadag kemur oftast nánast fjölskyldan saman en hittir síðan stórfjölskylduna á jóladag og á annan í jólum. Á aðfangadag mega engin börn fara inn í stofuna þar sem jólatréð er, fyrr en Christkind hefur hringt bjöllu en þá er Christkind búið að skreyta tréð og setja alla pakka undir það en Christkind gefur allar jólagjafir en kemur ekki fyrr en það er orðið dimmt. Þá eru allir komnir í jóla fötin og pakkarnir opnaðir og síðan er borðaður jóla maturinn. Flestir eru með purusteik, Sauerkraut og Semmelknödel. Eftir matinn eiga allir svo gæða stund saman og njóta samverunnar og jólagjafanna.
Hér er hægt að finna uppskrift að Semmelknödel - sem samkvæmt google er ljúfengt meðlæti með hverju sem er!