Auglýsing um skipulagsmál

Teikning
Teikning

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Gunnbjarnarholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. mars 2021 að kynna skipulagslýsingu deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis í landi Gunnbjarnarholts, VÞ8. Innan skipulagslýsingar kemur fram að gert er ráð fyrir uppbyggingu eldsneytisafgreiðslu, en einnig verði boðið upp á fjölbreyttari orkugjafa s.s. hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Þá verði gert ráð fyrir uppbyggingu þjónustubyggingar m.a. til veitingaafgreiðslu og upplýsinga/kynningamála.

 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast allar skipulags tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is

Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1 – 11 eru í kynningu frá 31. 3. 2021 til og með 23. 4. 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 23. 4. 2021. Deiliskipulagstillögur í liðum 12 – 15 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 31. 3. 2021 til og með 14. 5. 2021.

Athugasemdir og ábendingar við auglýst skipulagsmál skulu berast eigi síðar en 14. 5. 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU