- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og
Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur deiliskipulagsáætlana
og breytinga, tillaga aðalskipulagsbreytingar auk skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytinga:
1. Birkibyggð; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2503056
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2025, skipulagslýsingu
til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Svæðið sem breytingin
nær til er Birkibyggð sem er hluti af frístundabyggðinni F9 Kjóabyggð/Álftabyggð og er staðsett
vestan þéttbýlis á Flúðum. Í breytingunni felst að Birkibyggð verður breytt úr frístundabyggð í
íbúðabyggð.
2. Syðri-Brú L168277; Úr frístundabyggð í athafnasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2503029
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025,
skipulagslýsingu til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og
Grafningshrepps. Svæðið sem breytingin nær til er Syðri-Brú L168227 og í breytingunni felst
skilgreining á athafnasvæði fyrir uppsetningu átöppunarverksmiðju fyrir neysluvatn.
3. Reitur ÍB3 Flúðum; Skilmálabreyting á íbúðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2411078
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2025, tillögu
aðalskipulagsbreytingar til kynningar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Hrunamannahrepps.
Svæðið sem breytingin nær til er reitur ÍB3 innan þéttbýlisins á Flúðum. Í breytingunni felst
heimild fyrir auknu byggingarmagni og hæðum bygginga innan svæðisins.
4. Vesturhlíð L192153; Bíldsfell III í Grafningi; Frístundabyggð F16; Deiliskipulag – 2410072
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025 að kynna
tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæðis F16 í landi Vesturhlíðar L192153. Í
deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða, byggingarreita og byggingarskilmála innan svæðisins.
Á svæðinu er gert ráð fyrir um 92 lóðum ásamt opnum svæðum, vegum, göngustígum og
skilgreindu svæði fyrir vatnsöflun.
5. Vesturbrún 2-8 og 10-20; Þjónustuíbúðir og félagsþjónusta; Deiliskipulagsbreyting –
2411043
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2025 að kynna tillögu
deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Vesturbrúnar 2-8 og 10-20 í Hrunamannahreppi. Á svæðinu
er fyrirhugað að reisa þjónustuíbúðir ásamt félagsþjónustu fyrir aldraða. Framlögð
deiliskipulagsbreyting nær til tveggja lóða við Vesturbrún 2-8 og 10-20. Í tillögunni felst að
núverandi íbúðir sem eru á einni hæð við Vesturbrún 10, 12 og 14 verða fjarlægðar og nýtt eins til
tveggja hæða íbúðarhús auk kjallara og bílageymslum neðanjarðar verða byggð í þeirra stað.
Áætlað er að í húsinu verði 27 þjónustuíbúðir fyrir aldraða auk um 400 fm þjónustukjarna á einni
hæð þar sem í verður félagsaðstaða aldraðra og matsalur. Íbúðarhúsið að Vesturbrún 2, 4, 6 og 8
og að 16, 18 og 20 koma til með að standa en þau verða endurgerð og íbúðum í þeim fjölgað.Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar
eftirfarandi skipulagsáætlunar:
6. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Stækkun á Búðanámu; Aðalskipulagsbreyting –
2411052
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025, tillögu
aðalskipulagsbreytingar til auglýsingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og
Gnúpverjahrepps. Breytingin felur í sér stækkun á Búðanámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á
Búðafossvegi. Stærð námunnar er 1 ha og heimiluð efnistaka er 50.000 m3. Náman verður
stækkuð í 4,5 ha og efnismagn sem heimilt verður að taka er hækkað í 60.000 m3.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi
deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:
7. Hæll 1 L166569; Afmörkun 4 landskika og byggingarheimildir; Deiliskipulag – 2502076
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025 nýtt
deiliskipulag til auglýsingar. Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Hæls 1 L166569 og í því felst
afmörkun fjögurra landskika á bilinu 1,3 - 4,6 ha að stærð auk skilgreiningar á
byggingarheimildum innan þeirra. Á hverjum skika er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa,
aukahúsa og fjölnotahúsa til atvinnurekstrar tengdum búskap.
8. Laugarvatn, Bjarkarbraut 2 L224444 og 4 L224445; Skilgreining byggingarheimilda;
Deiliskipulagsbreyting – 2503052
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025 að auglýsa breytingu
deiliskipulags sem tekur til Bjarkarbrautar 2 L224444 og Bjarkarbrautar 4 L224445 á Laugarvatni,
Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðamörk breytast, skilgreining á byggingarreitum innan
lóðar ásamt byggingarheimildum. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að rífa núverandi hús innan
lóðanna og byggja ný innan nýtingarhlutfalls 0,35 á allt að tveimur hæðum.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna
eftirfarandi mála:
9. Vesturhlíð L192153; Niðurfelling verslunar- og þjónustusvæðis; Óveruleg
aðalskipulagsbreyting – 2503067
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025 að
auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi sem tekur til lands Vesturhlíðar L192153. Í
breytingunni felst niðurfelling á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5. Eftir breytingu verður svæðið
skilgreint sem frístundasvæði líkt og aðliggjandi landnotkun gerir ráð fyrir.
10. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Breytt nýtingarhlutfall á landbúnaðarlóðum;
Aðalskipulagsbreyting - 2503054
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl 2025 að
auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og
Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall á landbúnaðarlóðum sem
eru 3 ha eða minni hækkar úr 0,03 í 0,05.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6,
Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.isog á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is
Mál 1 - 5 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 10. apríl 2025 með athugasemdarfresti til
og með 2. maí 2025.
Mál 6 - 8 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 10. apríl 2025 með athugasemdarfresti
til og með 23. maí 2025.
Mál 9 - 10 eru tilkynningar um niðurstöðu sveitarstjórnar er varðar óverulega breytingu á
aðalskipulagi.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og
ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið
skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita