- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Ef ekki nást samningar, hefjast verkföll hjá starfsfólki innan Félags opinberra starfsmanna, FOSS, á morgun. Þeir dagar sem boðað verkfall nær ydir eru 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Ef ekki verður búið að semja fyrir 15 apríl hefst ótímabundið verkfall
Hjá sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi mun mögulegt verkfall hafa óhjákvæmilega áhrif á starfsemina.
Reynt verður að halda úti starfsemi leik og grunnskóla. Þrif munu skerðast
Skólavistun fellur niður.
Starfsemi í skólamötuneyti verður óskert.
Starfsemi þjónustustöðvar/áhaldahúss mun ekki skerðast
Sundlaugar verða opnar sem verið hefur, þar sem verktaki annast starfsemina.
Starfsemi á skrifstofu og afgreiðslu sveitarfélagsins verður skert en svarað verður í síma og afgreiðsla opin milli kl. 10-12 og 13-15.
Staða mála verður endurskoðuð reglulega og upplýst þegar einhverjar breytingar verða.
Kristófer Tómasson sveitarstjóri