- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Á næsta morgunverðarfundi N8 sem haldinn verður miðvikudaginn 8. mars 2017 á Grand-hótel kl. 08:15 - 10:00 verður m.a. fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna. Erindin flytja þau Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, Bóas Valdórsson, sálfræðingur í MH og Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is.