- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Komandi miðvikudag þann 18. september kl. 13:00, verður tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð í Árnesi. Um er að ræða eina stærstu framkvæmd í sögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem mun gjörbylta aðstöðu til íþróttaiðkunar ásamt því að skapa forsendur fyrir samfellu í skóla, frístunda og íþróttastarfi. Íþróttahúsið verður 3.618 fermetrar að stærð og í því verða, auk íþróttasals; búningsklefar, matsalur, skrifstofuaðstaða og líkamsræktaraðstaða, ásamt því að gert er ráð fyrir að byggð verði sundlaug við húsið.
Öll velkomin