- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Skóla-og velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir að ráða metnaðarfullan félagsráðgjafa í barnavernd/félagsþjónustu innan velferðarþjónustu í 80 – 100% stöðu. Unnið er í dagvinnu en æskilegt að viðkomandi geti tekið bakvaktir.
Félagsráðgjafi í barnavernd starfar að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar í vinnslu og meðferð barnaverndarmála. Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga og úrræðum, bæði ríkis og sveitarfélaga. Auk barnaverndarmála getur verið um að ræða félagslega ráðgjöf við einstaklinga og málstjórn í farsæld barna.
Skóla-og velferðarþjónusta Árnesþings er staðsett í Laugarási í Bláskógarbyggð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anný Ingimarsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu í síma 4801180 eða netfang anny@arnesthing.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2024.