Fella- og fjallgönguverkefnið ,,Upp í sveit"

Sumarið 2024 eru 3 póstkassar með gestabókum settir upp í uppsveitunum. Allar leiðirnar eru viðráðanlegar fyrir alla í fjölskyldunni.

Þema ársins eru áhugaverðir staðir annað hvort vegna menningar, sögu eða náttúru. Verkefnið er í gangi fram til 15. september.


- Gömlu réttirnar við Tungufjótið: í Biskupstungunum, 1.5 km norðan við afleggjarann að fossinum Faxa og 1 km norðan við afleggjarann að gömlu brúnni yfir Tungufljót. Allir þessir þrír staðir eru fallegir og þess virði að skoða og upplifa. Réttirnar er flottur sögustaður og þar er upplýsingaskilti með myndum. Aðeins eru 300 metrar frá þjóðveginum að réttunum. P-merki er við bílastæðið. (hækkun 3 m, vegalengd að réttunum 300 m, göngutími: 7 mín. í þúfum.  Erfiðleikastig: 1 af 5

- Selhöfði í Þjórsárdal er einstök náttúruperla í skóginum með grillskýli og salernis aðstöðu. Hér hefur Skógrækt ríkisins (nú Land og Skógur) byggt upp flotta aðstöðu við Sandá. Þar má busla og vaða í góðu veðri á meðan grillað er. Einnig er hægt að taka hjólið með og hjóla um stígakerfið í skóginum. (hækkun 10 m, vegalengd að grillskýli 330 m, göngutími: 5 mín.) 

- Kóngsvegurinn í Högnastaðaás og gönguleiðir um ásinn á Flúðum. Bílastæði er í enda götu sem heitir Ásastígur, þar er skilti sem sýnir byrjunina á gönguleiðinni. Eftir að gengið er um 80 m upp brekku þá er komið inná stígakerfið sem fer um skóginn. Þar ertu komin/n á Kóngsveginn en hann sést mun betur þegar komið er inní skóginn. Kóngsvegur var lagður 1906 og 1907 vegna komu Friðriks VIII Danakonungs. Rétt áður en komið er inní skóginn þá er stígur upp til hægri en þar uppi á opnu svæði með nestisbekk má finna póstkassa með gestabók. Þar er hægt er að ganga áfram og kemur þá eftir 300 metra göngu aftur niður á Kóngsveginn. Er þá hægt að ganga Kóngsveginn til baka að byrjunarreit. (hækkun 40 m, vegalengd allan hringinn 800 m, göngutími: 20 mín.)

Hvar eru póstkassarnir?
QR-kóði nr. 1: hlekkur á kort (Google map) sem sýnir leiðirnar:

     


QR kóði nr. 2: hér finnur þú upplýsingar um fell og fjöll sem hafa verið með síðustu árin.

 

Allt þetta má líka finna á: http://www.sveitir.is/heilsueflandi-uppsveitir/fellaverkefni

Vinsamlegast búið ekki til vörður og takið allt rusl með ykkur 
Takið gjarnan mynd af ykkur og merkið á samfélagsmiðlum með myllumerkinu: #uppsveitir
Góða ferð!