Flúðaskóli auglýsir lausar kennarastöður skólaárið 2022-2023

Flúðaskóli
Flúðaskóli
  • Kennsla í nýsköpun, hönnun og smíði – afleysing í eitt skólaár 80%
  • Enskukennsla á yngsta- og miðstigi
  • Kennsla í íslensku, ensku og dönsku á unglingastigi
  • Tónmenntakennsla á yngsta- og miðstigi

 

Um er að ræða 50 – 100% stöður samkvæmt samkomulagi

 

Í Flúðaskóla verða rúmlega 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Við leitum að einstaklingi með kennsluréttindi í grunnskóla sem er metnaðarfullur, góður í mannlegum samskiptum, er sveigjanlegur og tilbúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands (FG).

Gerð er krafa um leyfisbréf á grunnskólastigi.

Umsóknarfrestur er til 27. maí og skulu umsóknir, ásamt leyfisbréfi og ferilskrá berast á netfangið johannalilja@fludaskoli.is

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri í síma 4806612.