Flúðaskóli auglýsir lausar stöður

Kvöldsól
Kvöldsól

 

Í Flúðaskóla verða um 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu

Laus til umsóknar eru störf :

  • Umsjónarkennara á unglingastigi. Meðal kennslugreina eru stærðfræði og náttúrufræði.
  • Umsjónarkennara á miðstigi. Meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og samfélagsgreinar.
  • Kennara í heimilisfræði, tónmennt og myndmennt.
  • Stuðningsfulltrúa.

Við leitum að einstaklingum sem eru metnaðarfullir, góðir í mannlegum samskiptum, sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Hæfnikröfur eru kennsluréttindi og góð meðmæli.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Gerð er krafa um leyfisbréf á grunnskólastigi fyrir kennarastöðurnar.

Umsóknarfrestur er til 12. maí 2021 og skulu umsóknir, ásamt ferilskrá berast á netfangið johannalilja@fludaskoli.is

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri í síma 4806612.