Frá Afréttarmálafélagi Flóa- og Skeiða

Í Reykjaréttum
Í Reykjaréttum

Vegna óvenjulegs ástands sem nú ríkir á heimsvísu hefur stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða  samþykkt eftirfarandi reglur og tilmæli.

Fjallferð. Fjallmenn verða að vera einkenna lausir þegar farið er til fjalls. Þeir sem gefa kost á sér sem fjallmenn gera það á eigin ábyrgð. Veikist fjallmaður í fjallferð ber honum að fara til byggða og óska eftir sýnatöku.Sé viðkomandi sýktur ber honum að fara í einangrun. Þá ber einnig öðrum fjallmönnum að fara í sóttkví. Hópurinn gæti sótt um undanþágu til að ljúka leitum. Fjallmenn geta ekki tekið þátt í réttarstörfum komi upp sýking í þeirra hópi.

Afréttarmálafélagið og sveitarfélagið bera enga ábyrgð né kostnað komi upp smit í fjallferð. Sá kostnaður sem kann að verða af einangrun og tekjumissi ber fjallmaðurinn/einstaklingurinn sjálfur. Viðkomandi fjallkóngur ber að upplýsa sína fjallmenn um þær reglur og tilmæli sem eru í gildi vegna
ástandsins. Reglur þessar gilda um allar leitir nema annað verði tilkynnt.

Stjórn Afréttarmálafélagsins telur að húsakostur og aðbúnaður á afréttinum sé með þeim hætti að hægt sé að mestu leiti uppfylla gildandi sóttvarnarregur.
Að öðru leyti er vísað til leiðbeininga vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs Almannavarna sem nálgast má á heimasíðu Landsambands sauðfjárbænda. Riðið á eftir safninu.
Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem eru í gildi er mælst til þessa að fólk komi ekki á móti safninu þegar það verður rekið milli rétta föstudaginn 11.september. Afrétturinn verður smalaður með eins fáum fjallmönnum og möguleiki er á.

Austurleit:

Klettarar í austurleit - að lokinni smölun verða þeir keyrðir í Fossnes og gista þar og svo keyrðir aftur inn úr til að reka fram daginn eftir og síðan fara þeir heim að kvöldi fimmtudags. Allir smalar fara heim á fimmtudagskvöld.
Vesturleit:
Fitjarmenn og Tangasmalar - Báðir hópar gista  í Hallarmúla og til að auka svefnrými verður  gamli kofinn gerður vistlegri til að hægt verði að gista í honum til að hafa rýmra um.Allir smalar fara heim á fimmtudagskvöld. Samþykkt á aðalfundi Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða  27.ágúst 2020