- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fyrsta stunguskóflan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Árnesi var tekin við mikinn fögnuð í dag. Unglingadeild Þjórsárskóla, sem er jafnframt fyrsti bekkurinn sem klárar skólagöngu sína í Þjórsárskóla og verður elsti árgangur skólans í þrjú ár, tók skóflustunguna ásamt fulltrúum Ungmennafélags Skeiðamanna og Ungmennafélags Gnúpverja. Eftir athöfnina var gestum boðið upp á kaffi í Þjórsárskóla þar sem hægt var að sjá þær breytingar sem gerðar hafa verið það innanhúss í sumar, sem eru talsverðar.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri auk mynda af íþróttahúsinu eins og það er teiknað.