- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Til stendur að frístundastyrkir sveitarfélaganna þriggja: Skeiða-og Gnúpverjahrepps, Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps verða nær eingöngu borgaðir í gegnum þetta kerfi. Aðeins í einstaka tillfellum verður borgað gegn kvittunum þar sem foreldrar kaupa styrkhæf námskeið sem eru utan okkar svæðis og það félag/fyrirtæki er ekki tengt inní okkar Sportabler kerfi. Athugið að nota má frístundastyrkinn þegar námskeið eru keypt hjá Tónlistarskóla Árnesinga eða öðrum félögum á Selfossi. Hvað er styrkhæft námskeið fer eftir skilgreiningu/reglugerð hvers sveitarfélags. - Reglugerð Skeiða- og Gnúpverjahrepps má finna hér
Rétt er að geta þess að ef einhver er að skrá sig og greiða fyrir tómstundir í Sportabler og frístundastyrkur þín sveitarfélags kemur ekki fram við val á greiðslumáta þá má hafa samband við skrifstofu síns sveitarfélags og þannig í flestum tilvikum fá úr því bætt.
Hér er hlekkur á sameiginlega vefverslun fyrir allar uppsveitirnar og ofarlega og fyrir miðju á síðunni má velja sérhvert félag. Hingað til hefur það oftast verið vanin að gjaldkerar félganna hafa undir lok annar sent út greiðsluseðla en með þessu kerfi þá setur félagið upp námskeiðin í sinni vefverslun og foreldrar/forráðamenn fara þar inn og kaupa námskeiðið. Athugið að ekki eru öll félög búin að skrá sín námskeið inn í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir
Markmiðið með því að innleiða Sportabler í uppsveitunum er meðal annars til að allt framboð á íþrótta- og tómstundasviði sé meira sýnilegt og gera það auðveldara að sækja námskeið þvert yfir hreppamörkin. Eins er það vegna þess að nú innleiða öll sveitarfélögin rafræna notkun á frístundastyrkum, þar að segja þegar foreldrar/forráðamenn kaupa námskeið í Sportabler fyrir börnin sín þá er hægt að nota frístundastyrkinn til að greiða með og ekki þörf á að leggja út fyrir námskeiðinu og fá styrkinn greiddan út eftirá.
Vantar þig leiðbeiningar um að komast af stað með að nota Sportabler? Sjá hér: https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=pfbid0qf4z9sLqEqBmGu1XRKvxysqJAiKjvEetg3R7yo9zHLTPnwTEtiyKGLbonmTsdT2Hl&id=100040185264531