- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Á sveitarstjórnarfundi miðvikudaginn 17. apríl sl. var tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi á kosningu um nýtt nafn sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga var lögð fyrir fundinn:
Á fundi sveitarstjórnar þann 10. janúar 2024 samþykkti sveitarstjórn að kosið verði um hvort halda eigi núverandi nafni Skeiða- og Gnúpverjahrepps eða hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins og að kosningin færi fram samhliða forsetakosningum 1. júní 2024. Sveitarstjórn taldi mikilvægt að góð umræða færi fram um mögulega nafnabreytingu og forsendu hennar. Haldinn var íbúafundur sunnudaginn 7. apríl þar sem fyrirhuguð kosning var kynnt. Í framhaldi af íbúafundinum og umræðum í samfélaginu leggur sveitarstjóri til að kosið verði þann 1. júní einungis um það hvort vilji sé hjá íbúum að skipta um nafn á sveitafélaginu. Verði niðurstaða kosninganna þannig að meirihluti sé fyrir því að velja nýtt nafn á Skeiða- og Gnúpverjahrepp muni kosningin verða bindandi og hafin verði nafnasamkeppni með það að markmiði að kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu samhliða alþingiskosningum.
Í stuttu máli þá var þessi tillaga samþykkt með þremur atkvæðum, Haraldar Þórs Jónssonar, Bjarna Hlyns Ásbjörnssonar og Vilborgar Ástráðsdóttur.
Gunnar Örn Marteinsson og Axel Njarðvík Árnason sátu hjá. Í fundargerð fundarins má sjá frekari skoðanaskipti og bókanir sveitarstjórnarmeðlima um málið - fundargerðina má finna hér