Halldóra lætur af störfum sem þjónustufulltrúi Seyruverkefnisins

Á myndinni má sjá Aldísi Hafsteinsdóttur, fyrrv. framkvæmdastjóra Seyruverkefnisins þakka Halldóru H…
Á myndinni má sjá Aldísi Hafsteinsdóttur, fyrrv. framkvæmdastjóra Seyruverkefnisins þakka Halldóru Hjörleifsdóttur fyrir góð störf

Halldóra Hjörleifsdóttir hefur látið af störfum sem þjónustufulltrúi Seyruverkefnisins en verkefnið hefur nú verið flutt til Umhverfis og tæknisviðs Uppsveitanna, UTU, á Laugarvatni. Verður öllum verkefnum sem áður voru á höndum þjónustufulltrúa sinnt þaðan í framtíðinni.

Það eru Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

 

Verkefnið felst í því að sveitarfélögin sjá um hreinsun rotþróa. Hverja rotþró þarf að hreinsa á þriggja ára fresti. Seyrunni er safnað af seyrubíl sem flytur hana að Seyrustöðum, í Hrunamannahreppi. Það er seyrunni blandað saman við kalk og stundum einnig grasfræ. Þegar seyran hefur verið kölkuð er henni dreift á sérstakt dreifingarsvæði inn á Hrunamannaafrétti þar sem hún er notuð í uppgræðslu. Rotþrær á svæðinu eru nú vel ríflega 7.000 og hefur þeim fjölgað ört undanfarin ár. Verkefnið hefur frá upphafi verið mikið frumkvöðlastarf en Seyrustaðir eru eina vinnslustöð sinnar tegundar á Íslandi.