Íbúafundur

Íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 4.desember kl. 18:00-20:00 í Árnesi

Dagskrá:

Hvar stöndum við og hvað er framundan?

Oddviti mun kynna fjárhagsáætlun 2025, fara yfir hvað er búið að framkvæma á kjörtímabilinu, hvernig fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er og þær framkvæmdir sem eru framundan.

 

Deiliskipulag í Árnesi

Haldnir hafa verið tveir íbúafundir um þróun skipulags í Árnesi. Vinnan hefur haldið áfram síðustu mánuði og nú mun Páll Jakob líndal frá Envalys kynna hugmyndir um hvernig Árnes geti byggst upp og þróast sem byggðakjarni á komandi árum.

Á meðan íbúafundinum stendur verður í boði súpa og brauð.